Gamlar Myndir


Bónstöðin er opin milli 9:00 - 17:30 virka daga
Pantið tíma í síma: 568-0230
Þjónustulýsing

Alþrif.   Tjöruþvottur og þurrkun, bón að eigin vali, (Eclipse, Sonax Hardwax, Auto glym eða Teflon), hreinsuð föls, mælaborð og annar vinill hreinsaður að innan, gljái borinn á dekk og annan vinil að utan,  rúður þrifnar innan og utan, teppi og sæti ryksuguð, koppar eða felgur sýruþvegnar, mottur þvegnar, rusli er hent og öskubakki tæmdur. (Ath. vegna öryggis er ekki borinn gljái á pedala, stýri og leðursæti).    Ef um jeppa er að ræða er varadekk að auki tekið af, það þvegið og bónað er undir því. Varadekkshlíf hreinsuð eða bónuð, krómfelgur bónaðar en álfelgur sýruþvegnar, hvítir stafir á dekkjum hreinsaðir.

Þrif að innan.  Föls eru hreinsuð, mælaborð og annar vinill hreinsaður, rúður hreinsaðar, teppi og sæti ryksuguð, mottur þvegnar, rusli er hent og öskubakki tæmdur. (Ath. vegna öryggis er ekki borinn gljái á pedala, stýri og leðursæti).

Þrif að utan og bón.  Tjöruþvottur og þurrkun, bón að eigin vali (Eclipse, Sonax Hardwax, Auto glym eða Teflon), hreinsuð föls, gljái borinn á dekk og annan vinil, rúður þrifnar, koppar eða felgur sýruþvegnar. Ef um jeppa er að ræða er varadekk tekið af, það þvegið og bónað er undir því. Varadekkshlíf hreinsuð eða bónuð, krómfelgur bónaðar en álfelgur sýruþvegnar, hvítir stafir á dekkjum hreinsaðir.

Teflonbón (extra).  Þessi liður bætist ofan á grunnverð þjónustu, hvort sem um er að ræða alþrif eða þrif að utan.

Djúphreinsun teppa og sæta.   Sæti eru djúphreinsuð ásamt sætisbökum og höfuðpúðum, öll teppi m.a. í skotti og hilla ef hún er til staðar. Venjulega þarf að þrífa bíla að innan á eftir.

Djúphreinsun teppa.  Öll teppi djúphreinsuð m.a. í skotti. Venjulega þarf að þrífa bíla að innan á eftir.

Djúphreinsun sæta.  Öll sæti djúphreinsuð ásamt sætisbökum og höfuðpúðum. Venjulega þarf að þrífa bíla að innan á eftir.

Tjöruþvottur.  Tjöruleysir er borinn á bílinn og hann háþrýstiþveginn. Tjöruþvegin dekk ef óskað er. Síðan er hann sápuþveginn með mjúkum svampi. Loks er hann þurrkaður.

Vélarþvottur.  Vélin þarf að kólna fyrir meðferð. Dælt er yfir hana tjöruleysi og síðan háþrýstiþvegin. Dælt er yfir hana vélarlakki ef óskað er.

Ryksugun.  Ryksuguð eru teppi og sæti, ásamt skotti og hillu ef hún er til staðar.

Lakkmössun. Koma þarf með bílinn og er hann verðmetinn með tilliti til lakkskemmda.  Hann er tjöruþveginn og lakkið er vélmassað. Venjulega þarf að þrífa bílinn að utan og massabóna á eftir.

Blettun / Lakkviðgerðir.  Koma þarf með bílinn og er hann verðmetinn með tilliti til lakkskemmda. Hann er tjöruþveginn og blettaður. Venjulega þarf að þrífa bílinn að utan og bóna á eftir.Hjá Jobba - Stærri Lakkviðgerðir

  • Ef um stærri lakkviðgerðir er að ræða sem ekki þarfnast mikillar verkstæðisvinnu, er kallað á aðila sem sérhæfðir er í slíkum málum.

Þrífum einnig laus teppi, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, reiðhjól, vélhjól, flutningabíla, rútur, vinnuvélar, báta og fl. sé komið með hlutinn í verðmat.   Þessi tæki eru ekki sótt.

Laus teppi eru djúphreinsuð og þurrkuð ef óskað er.

Tjaldvagnar (og fellihýsi) eru þvegin og bónuð, gljái borinn á dekk og vinil.

Hjólhýsi eru þvegin og bónuð, gljái borin á dekk og vinil, rúður þrifnar.

Reiðhjól eru þvegin og þurrkuð, stellið bónað og speglar þrifnir.

Vélhjól eru þvegin og þurrkuð, lakk og króm bónað, speglar og mælar þrifnir. (Ath. vegna öryggis er ekki borinn gljái á sæti, pedala og höld).

Vélbátar (og skútur) eru þvegnir ef þarf, þeir bónaðir, rúður þrifnar og gljái borinn á vinil. Samkomulag um þrif að innan. Koma þarf með bátinn í verðmat.

Og fl.  (Rútur, flutningabílar og önnur vinnutæki).  Öll venjuleg þrif. Koma þarf með tækið í verðmat með tilliti til tímavinnu.

  •  Sé um eitthvað annað að ræða en hér er tilgreint er slíkt samkomulagsatriði.
  •  Og að sjálfsögðu er hægt að blanda öllum þessum flokkum saman eftir óskum hvers og eins.
  •  Viltu vita eitthvað meira um þjónustu okkar? Hringdu og fáðu upplýsingar, 568-0230.